Það sem meira er, að Jagúar er í viðræðum við samstarfsaðila að smíða fyrir merkið undirvagn í stað þess að hanna hann sjálft. Ekki er hugmyndin að deila undirvagni með Land Rover enda merkin farin að fjarlægjast hvort annað. Til stóð að ný kynslóð Jagúar XJ yrði frumsýnd á þessu ári með MLA Flex undirvagninum sem einnig verður undir nýjum Range Rover þegar hann kemur á markað árið 2024. Hætt hefur verið við þau áform vegna endurskipulagningarinnar. Er hugmyndin hjá Jagúar að færa sig meira upp í lúxusflokk og hugsa frekar um hagnað heldur en magn. Hætt er við að með því að fá undirvagn utan frá setji það Jagúarmerkinu hömlur þegar kemur að ytri hönnun bílanna.