Þor­steinn V. Einars­son kynja­fræðingur og fyrrum fót­bolta­maður heldur úti sam­fé­lagmiðlinum Karl­mennskan, þar sem leitast er við að varpa ljósi á birtingar

myndir karl­mennsku­hug­mynda.

Þor­steinn fjallar þá ráðandi karl­mennsku­í­mynd sem hefur fengið að vera stikk­frí í ára­tugi í sam­fé­laginu, þrátt fyrir byltingar líkt og MeT­oo og Höfum hátt í

Frétta­vaktinni á Hring­braut í kvöld.

„Við erum farin að læra það að alls konar karl­menn geta beitt of­beldi jafn­vel þessar flottur fyrir­myndir,“ segir Þor­steinn.

Hann vitnar í pistil Hönnu Bjargar Vil­hjálms­dóttur, kynja­fræðings sem skrifaði pistil sem hann segir að hafi í raun hafið opin­berun á málum innan KSÍ.

Þá segir hann að hún hafi sagt að KSÍ sé höfuð­vígi ráðandi karl­mennsku á Ís­landi og jafn­vel feðra­veldis. „Mér finnst það ekki fjar­stæðu­kennt vegna þess að við

erum núna að læra að við getum ekki sagt að allt þetta ofbeldi sé ein­staka ein­stak­lingum að kenna. Ráðandi karl­mennsku­hug­myndir eru menning og

eru oft í fót­bolta­mönnum.“

Hann segir nú sé komin pressa á að karl­menn og ættu þeir að nýta tæki­færið, og horfast í augu við það sem hefur tíðkast í áranna raðir. „Hvað er gagn­legt og ógagnlegt fyrir okkur sem karl­kyns ein­staklingar í þessu sam­fé­lagi? Hvað er meiðandi og of­beldis­fullt og hefur tíðkast í sam­skiptum?,“ spyr hann.

Þor­steini þykir við öll vera á ein­hvern hátt sam­sek. Nú ætti að beina sjónum á karl­menn og taka af­stöðu með jafn­rétti og já­kvæðri karl­mennsku.

karl­remba í bata­ferli.

„Ég fagna þegar fólk segist sjá að sér og það hafi gert mis­tök, en það þýðir ekki að við­komandi verði aktífur femín­isti og frelsi þjóðina undan karl­menns­kunni. Þetta tekur tíma og er ó­þægi­legt per­sónu­lega fyrir menn að fatta þeir hafi á­kveðin við­horf sem þarf að endur­skoða. Það þarf jafn­vel hug­rekki fyrir þessa menn í þessum að­stæðum að horfast í augu við þetta,“ segir Þor­steinn.