Innlent

Jáeindaskanninn í notkun: „Mjög góðar rannsóknir“

Skanninn er kominn í samband, þremur árum eftir að fjármögnun lauk. Fyrstu rannóknirnar gefa góða raun að sögn yfirlæknis.

Svona lítur tækið út. Hvítt og stílhreint. Fréttablaðið/Eyþór

Jáeindaskanninn sem settur hefur verið upp á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Það staðfestir Pétur H. Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar. „Það koma mjög góðar rannsóknir út úr þessu,“ segir Pétur um fyrstu kynni af notkun skannans, en í honum er hægt að greina krabbamein.

Það var Kári Stefánsson sem gaf Landspítalanum skannann fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjafar til þjóðar, í ágúst 2015. Fyrsta skóflustungan var tekin fyrir um tveimur og hálfu ári en nokkurn tíma tók að hefja framleiðslu á geislavirku efni fyrir skannann. Pétur segir að frá því fjármögnun hafi verið klár hafi liðið þrjú ár þar til farið var að nota tækið. „Það er mjög í takt við það sem að búast má við og vel innan eðlilegra marka.

Pétur segir að í síðustu viku hafi verið byrjað að skoða sjúklinga. Menn fari sér þó rólega því verið er að þjálfa starfsfólk í notkun skannans. „Fólk er að æfa sig og þjálfa.“ Hann er ánægður með fyrstu kynni af skannanum.

Tvö og hálft ár eru síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Á myndinni eru Kári Stefánsson, sem gaf tækið, og Páll Matthíasson forstjóri spítalans. Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki er útilokað að nágrannaþjóðir á borð við Færeyinga og Grænlendinga muni þegar fram líða stundir nota tækið. Vestnorrænu heilbrigðisráðherrarnir, ráðherra Íslands, Grænlands og Færeyja, fengu kynningu á skannanum þegar þeir funduðu hér á Íslandi í byrjun mánaðarins. Á fundinum ræddi ráðherrarnir ýmis áherslumál á sviði heilbrigðismála. Pétur, sem sýndi ráðherrunum þremur skannann, segir að slíkt samstarf sé ekki á neinu formlegu stigi.  „Það er ekkert ákveðið agenda eða prógramm í gangi. Það eru engin skýr áform um að þeir nýti þessa þjónustu. Þetta er á frumkynningarstigi.“

Spurður hvort heppilegt væri að fleiri þjóðir nýttu skannann til að tryggja betur rekstur hans svarar Pétur því til að engar slíkar hugmyndir á þeim forsendum séu uppi. „En við erum opin fyrir því að liðsinna Færeyingum eða Grænlendingum ef á þarf að halda.“

Fram til þessa hafa Íslendingar þurft að fara til Danmerkur til að komast í jáeindaskanna.

Pétur H. Hannesson er ánægður með fyrstu rannsóknir sem berast úr skannanum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Hand­­a­v­inn­­u­­kenn­­ar­­i fær ekki bæt­­ur eft­­ir ­­slys í kennsl­u­stof­u

Innlent

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Innlent

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Auglýsing

Nýjast

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Falsaði hæfni­próf til að fá flug­liða­skír­teini

Á­góði sýninga á Lof mér að falla til Frú Ragn­heiðar

Tvö bjóða fram til formanns BSRB

Auglýsing