Heilbrigðismál

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustunguna að húsi jáeindaskannans í janúar 2016. Fréttablaðið/Vilhelm

Landspítali hefur fengið nauðsynleg leyfi frá Lyfjastofnun til að hefja framleiðslu á þeim lyfjum sem notuð verða í rannsóknum í jáeindaskanna spítalans.

Pétur H. Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar, segir að verið sé að leggja síðustu hönd á frágang fyrir framleiðslu merkiefna og fyrir framkvæmd rannsókna. Þá munu erlendir sérfræðingar verða starfsfólki til halds og trausts við upphaf notkunar búnaðarins.

„Þess er skammt að bíða að fyrstu rannsóknir verði framkvæmdar á tækinu,“ segir Pétur.

Kári Stefánsson gaf Landspítala skannann fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjafar til þjóðar í ágúst 2015. Upphaflega var gert ráð fyrir því að tækið yrði tekið í notkun í september 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Lætur endur­skoða reglu­gerð til að jafna rétt barna

Heilbrigðismál

Svandís ráðstafar 25 milljónum í aðgerðir gegn sjálfsvígum

Heilbrigðismál

Dómsmál í vegi hjúkrunarrýma í Kópavogi

Auglýsing

Nýjast

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt

Auglýsing