Heilbrigðismál

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustunguna að húsi jáeindaskannans í janúar 2016. Fréttablaðið/Vilhelm

Landspítali hefur fengið nauðsynleg leyfi frá Lyfjastofnun til að hefja framleiðslu á þeim lyfjum sem notuð verða í rannsóknum í jáeindaskanna spítalans.

Pétur H. Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar, segir að verið sé að leggja síðustu hönd á frágang fyrir framleiðslu merkiefna og fyrir framkvæmd rannsókna. Þá munu erlendir sérfræðingar verða starfsfólki til halds og trausts við upphaf notkunar búnaðarins.

„Þess er skammt að bíða að fyrstu rannsóknir verði framkvæmdar á tækinu,“ segir Pétur.

Kári Stefánsson gaf Landspítala skannann fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjafar til þjóðar í ágúst 2015. Upphaflega var gert ráð fyrir því að tækið yrði tekið í notkun í september 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Rótarhópar fyrir konur með fíknivanda

Heilbrigðismál

Bjóða upp á ókeypis skimun

Heilbrigðismál

Ör­tröð á slysó fer minnkandi

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing