Jack Ma, stofnandi netverslunarinnar AliBaba og einn auðugasti maður Kína, kom í fyrsta skipti fram opinberlega í dag en ekki hafði sést til hans í tæpa þrjá mánuði.
Síðast sást til hans þegar hann hélt ræðu í lok október á síðasta ári í Shangai. Í ræðunni gagnrýndi hann kínversk stjórnvöld fyrir að hindra tækniþróun í landinu eftir að fyrirhugað hlutafjárútboð fyrirtæki hans var stöðvað. Reuters greinir frá.
Hvarf hans hefur vakið mikla athygli, en hann átti að vera dómari í kínverska raunveruleikaþættinum Africa's Business Heores í lok nóvember en honum var skipt út. Getgátur voru um að kínversk yfirvöld hafi æltað að refsa honum fyrir eldræðuna.
Ma birtist hins vegar aftur í dag á netathöfn en þar var um 1.200 kennurum víðs vegar um Kína þakkað fyrir vel unnin störf. Athöfnin var haldin af góðgerðarfyrirtæki sem er í eigu Ma og streymt bæði á netinu og á kínverskum fréttaveitum.
„Við munum hittast aftur þegar að heimsfaraldrinum líkur," sagði hann á athöfninni í dag.
Ma er sem fyrr segir einn ríkasti maður Kína en eignir hans eru metnar á 58 milljarði Bandaríkjadala. Í október, skömmu fyrir ræðinu frægu, átti að fara fram eitt stærsta hlutafjárútboð sögunnar, hjá fyrirtæki Ma, Ant Group, sem m.a. rekur greiðslumiðlunina Alipay. Til stóð að safna hlutafé fyrir 37 milljarða dala en kínverskar eftirlitsstofnanir stöðvuðu fyrirhugað hlutafjárútboð. Hlutafjárútboðið er enn á ís meðan kínversk yfirvöld rannsaka samkeppnishamlandi samráð netverslana í Kína.
Jack Ma lét af sæti stjórnarformanns Alibaba í lok 2019 en hann hefur enn mikil völd innan fyrirtækisins. Hlutabréf í Alibaba hækkuðu um 10% í dag eftir að Ma lét sjá sig á ný og hefur greinilega róað fjárfesta en þau höfðu lækkað um 12% undanfarna mánuði.