Innlent

„Jabba­dú!!“ Lista­manna­launin ýmist gleðja eða hryggja

Þótt RANN­ÍS hafi ekki enn birt listann yfir þá sem hljóta lista­manns­laun þetta árið eru um­sækj­endur úr röðum rit­höfunda byrjaðir ýmist að fagna eða harma hlutinn sinn á Face­book. „Jabba­dú!!“ segir Elísa­bet Jökuls­dóttir um sína sex mánuði.

Elísabet Jökulsdóttir fagnar hálfs árs listamannslaunum og Eriíkur Örn telur sig eina rithöfundinn á Vestfjörðum sem hlýtur náð fyrir augum stjórnarinnar. Dóri DNA fær ekkert og er heldur óhress. Fréttablaðið/Samsett

RANNÍS hefur upplýst umsækjendur um listamannalaun um hvort þeir hljóti laun á þessu ári og þá í hversu marga mánuði. Listinn yfir þá sem hljóta náð fyrir augum stjórnar listamannalauna hefur þó ekki verið opinberaður en rithöfundar eru sumir hverjir byrjaðir að fagna á samfélagsmiðlum á meðan aðrir lýsa vonbrigðum.

Elísabet Jökulsdóttir er sátt við sína sex mánuði á Facebook þar sem hún segir, stutt og laggott: „6 mánaða laun.... Jabbadú!!“ Eiríkur Örn Norðdahl er einnig á listanum, að því er virðist, einn Vestfirðinga: „Mér sýnist svona fljótt á litið, af FB-flæðinu mínu, að ég sé eini listamaðurinn með búsetu á Vestfjörðum sem hafi hlotið náð fyrir augum nefndarinnar í ár.“

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsir á Facebook að hún fái listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega,“ og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða  sölu.

„Gott á mig. Já, krakkar, netbréfin eru komin. Gangi ykkur vel. Auðvitað er þetta stórkostlegur styrkur, fyrir hvern einstakling sem fær og íslenska bókmenningu,“ skrifar hún og bætir við hún muni afvina þá sem nöldra yfir laununum „hraðar en öxin sveiflast.“

Hún bætir við að þessi niðurstaða muni ýta henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem uppá vantar í slíka sjóði.

„Þannig stjórna guðir sjóðanna. Þá kemur sér vel að eiga eftir að fullvinna verk Eggerts um Böðulinn langafa sinn, sem hefndi bróður síns að fornri hefndarskyldu og hjó af hausa Friðriks og Agnesar. Löngu tímabært að sannleikur sögunnar svo nærri skjölum sem hægt er komi fyrir augu þjóðar.“

Vonbrigði og tvísýn staða

Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og segir á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef Lín bregst mér endanlega fer ástandið að verða ansi tvísýnt.“

Og þeir eru fleiri rithöfundarnir í yngri kantinum sem urðu fyrir vonbrigðum í dag og þannig segir Júlía Margrét Einarsdóttir að hún hafi verið nýbyrjuð að sætta sig við að hafa slegið harkalega niður í pest þegar „Rannís tilkynnti mér að ég fæ engin ritlaun í ár og mun þar af leiðandi ekki hafa efni á að klára nýju skáldsöguna sem ég var byrjuð á.“

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, er einnig dapur í bragði á Twitter þar sem hann segist vera í vinnu núna en af hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tístir hann og til að bæta gráu ofan á svart segist hann vera með „hrottalega ljótu.“

Gunnar Helgason upplýsir á Facebook að hann hljóti listamannalaun í hálft ár með því einfaldlega að birta þar tölustafinn 6 og Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, svarar með öllu lægri tölu: 0.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Innlent

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Innlent

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Auglýsing

Nýjast

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Segir Pelosi að fara varlega

Elsti maður heims látinn 113 ára

Blönduðu kanna­bis­olíu við veip­vökva

Auglýsing