Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Iván Duqu­e er ný­kjörinn for­seti Kólumbíu en hann hafði betur gegn Gusta­vo Petro í annarri um­ferð kosninga til em­bættisins í gær.

Iván Duque þakkar kjósendum sínum fyrir stuðninginn í gærkvöldi. Fréttablaðið/AFP

Iván Duque er nýr forseti Suður Ameríkuríkisins Kólumbíu en önnur umferð kosninga til embættisins fór fram í gær. Duque hafði betur gegn Gustavo Petro, fyrrverandi borgarstjóra höfuðborgar landsins, Bogotá. Hlaut Duque 53,98 prósent greiddra atkvæða, gegn 41,81 prósent Petros.

Duque er af mörgum talinn nokkuð íhaldssamur og lá hann ekki á skoðunum sínum í aðdraganda kosninganna. Sagðist hann til að mynda ætla að fara gaumgæfilega yfir samkomulag sem síðasti forseti landsins, Juan Manuel Santos, gerði við skæruliðasamtökin FARC. 

Samkomulagið fól í sér vopnahlé en um leið fengu FARC-liðar nokkur þingsæti. Ákvörðunin hefur reynst umdeild en þjóðin hafði hafnað samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auk þess hefur Duque heitið því að þyngja refsingar við glæpum, lækka skatta og minnka umsvif hins opinbera. Varaforsetaefni hans, Marta Lucía Ramirez, verður fyrst kvenna til að gegna embætti varaforseta landsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kólumbía

FARC setur kosningabaráttu sína á ís

Kólumbía

FARC setur kosningabaráttu sína á ís vegna ofbeldis og mótmæla

Erlent

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Auglýsing

Nýjast

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Auglýsing