Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, í­trekar ráð­leggingar gegn nauð­synja­lausum ferða­lögum til á­hættu­svæða vegna CO­VID-19, í nýrri til­kynningu sem birtist á vef Stjórnar­ráðsins.

Þar kemur fram að á rúm­lega einu ári heims­far­aldurs CO­VID-19 hafi yfir 130 milljónir manna sýkst af völdum SARS-CoV-2 veirunnar í meira en 200 löndum og dauðs­föll orðið tæp­lega 3 milljónir, þar af yfir 900 þúsund dauðs­föll í Evrópu.

Öll lönd og svæði heims nema Græn­land eru skil­greind af sótt­varna­lækni sem á­hættu­svæði. Á­hættu­mat sótt­varna­læknis er sam­hljóða á­hættu­mati Sótt­varna­stofnunar Evrópu, að því er segir í til­kynningunni.

Í mörgum löndum Evrópu er smit­tíðni há eða mjög há með dreifingu á nýjum af­brigðum veirunnar (sér­stak­lega svo­kölluðu B.1.1.7 af­brigði, kennt við Bret­land). Bólu­setning er enn skammt á veg komin í mörgum ríkjum og því eru ýmsar ferða­tak­markanir í gildi sem og tak­markanir innan­lands í flestum löndum sem oft breytast með skömmum fyrir­vara.