„Það er hryggi­leg stað­reynd að í um sjö­tíu aðildar­ríkjum Sam­einuðu þjóðanna eru í gildi lög sem gera sam­kyn­hneigð refsi­verða eða vega að réttindum hin­segin fólks með öðrum hætti,“ segir Guð­laugur Þór Þórðar­son utan­ríkis­ráð­herra sem tekur þátt í hliðar­við­burði um mál­efni hin­segin fólks á Alls­herjar­þingi Sam­einuðu þjóðanna í dag.

Það er kjarna­hópur ríkja um mál­efni hin­segin fólks (UN LGBTI Core Group) sem stendur fyrir við­burðinum. Guð­laugur segir að Ís­land hafi gerst aðili að þessum hópi fyrir rúmu ári en mark­mið hans er að vinna að réttindum hin­segin fólks í mál­efna­starfi SÞ, tryggja virðingu fyrir mann­réttindum og grund­vallar­frelsi, með á­herslu á vernd gegn mis­munun og of­beldi.

„Í á­varpi mínu undir­strika ég að slík að­för sé ó­líðandi og það sé skylda okkar að beita okkur ekki að­eins fyrir breytingum á slíkri lög­gjöf heldur einnig við­horfum bæði ráða­manna sem ganga fram með slíkum hætti og al­mennings í þessum ríkjum,“ segir Guð­laugur.