Nor­rænu geisla­varna­stofnanirnar í­treka í yfir­lýsingu fyrri við­varanir um að notað ekki ljósa­bekki en þær hafa frá árinu 2005 varað við notkun þeirra.

Á heima­síðu Geisla­varna ríkisins segir að stað­fest sé að notkun ljósa­bekkja fylgi aukin hætta á húð­krabba­meini og að Al­þjóða­krabba­meins­rann­sóknar­stofnunin (IARC) hafi sett ljósa­bekki í Flokk 1 árið 2009 en í honum eru stað­festir krabba­meins­valdar. Þá hefur einnig hefur verið sýnt fram á að allri notkun ljósa­bekkja fylgir aukin hætta á húð­krabba­meini sem og að hættan á húð­krabba­meini aukist veru­lega þegar notkun ljósa­bekkja hefst fyrir 30 ára aldur.

Sam­starfs­hópur Geisla­varna, Em­bættis Land­læknis, húð­lækna og Krabba­meins­fé­lagsins hefur fylgst með ljósa­bekkja­notkun á Ís­landi frá árinu 2004 með ár­legri könnun sem fram­kvæmd hefur verið af Gallup. Könnun ársins 2018 sýndi að um 8 prósent full­orðinna Ís­lendinga höfðu notað ljósa­bekk á undan­gengnum 12 mánuðum. Könnun ársins 2016 sýndi að um 21 prósent ung­menna á aldrinum 12 til 23 ára höfðu á síðustu tólf mánuðum áður en þau voru spurð notað ljósa­bekki. Þessar niður­stöður voru kynntar í erindi Geisla­varna ríkisins á ráð­stefnu Nor­ræna Geisla­varna­fé­lagsins (NSFS) í Finn­landi á þessu ári.

Um sólar­lampa (ljósa­bekki) gildir reglu­gerð 810/2003 um notkun sólar­lampa og í lögum nr. 44 frá 2002 um geisla­varnir eru á­kvæði um að ein­stak­lingum yngri en 18 ára séu ó­heimil af­not af sólar­lömpum í fegrunar­skyni á stöðum sem þurfa starfs­leyfi svo sem á sól­baðs­stofum, heilsu­ræktar­stöðvum og í­þrótta­mið­stöðvum. Sam­bæri­leg á­kvæði eru einnig í lögum í Finn­landi, Noregi og Sví­þjóð.