Strætó vinnur nú að því að teikna upp lausnir fyrir börn sem eru 11 ára og yngri sem mun koma í veg fyrir þau að þau fái ekki að­gang að strætó ef þau eru ekki með per­sónu­skil­ríki á sér.

Á sam­fé­lags­miðlum var greint frá því í gær að 11 ára dreng var meinaður að­gangur að strætó því bíl­stjórinn trúði því ekki að hann væri yngri en 12 ára en öll börn yngri en 12 ára fá frítt í Strætó.

„Ekki gleyma að senda börnin með vega­bréf í Strætó,“ skrifaði Andrea Sigurðar­dóttir á Twitter um at­vikið en drengurinn sem var meinaður að­gangur að strætisvagninum er frændi hennar. Hún segir bróður sinn hafa þurft að fara úr vinnunni til að sækja son sinn sem ekki komst leiðar sinnar.

Alexandra Briem, borgar­full­­trúi Pírata, svara Andreu og segir þetta sér hrika­­legt að heyra. „Vil bara segja að við ræddum þetta á stjórnar­fundi í dag og skv. Strætó er það 100% stefnan að börnum sé ekki vísað frá þó ein­hver vafi sé um aldurinn. Það voru líka skýr skila­­­boð frá stjórn Strætó til fyrir­­­­­tækisins að þetta eigi ekki að gerast,“ skrifar Alexandra.

Skýrt hjá Strætó

Guð­mundur Heiðar Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Strætó, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að málið hafi verið rætt hjá Strætó í dag og að það hafi í­trekað verið sagt við bíl­stjórana að börnin eigi að njóta vafans. Auk þess ræddi Guð­mundur við faðir drengsins sem var meinaður að­gangur.

„Við áttum gott spjall og hann var þakk­látur fyrir sam­talið,“ segir Guð­mundur og að Strætó harmi at­vikið.

„Það er skýrt hjá Strætó að bíl­stjórum ber að leyfa þessum börnum að njóta vafans og við munum í­treka það aftur við bíl­stjórana,“ segir Guð­mundur að lokum.