Krist­rún Frosta­dóttir ætlar sér stóra hluti í fram­tíðinni. Hún bauð sig áðan fram til formanns Sam­fylkingarinnar að eigin sögn meðal annars vegna þess að hún telur að þing­menn gert mun betur í land­stjórninni en verið hefur.

„Fjár­mála­ráðu­neytið leggur al­gjör­lega línurnar. Það er valda­mesta ráðu­neytið,“ segir Krist­rún meðal annars í helgar­við­tali í Frétta­blaðinu á morgun.

Er hún að segja að Bjarni Ben hafi í raun meiri völd en Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra?

„Pólitík Bjarna Bene­dikts­sonar er alls­ráðandi í ríkis­stjórninni,“ svarar Krist­rún.

„Ríkis­stjórnin stundar að stilla upp ein­hverju, að fjár­mál séu ekki pólitík heldur náttúru­lög­mál. En það er rosa­leg pólitík í ríkis­fjár­mála­stefnunni og sú pólitík yfir­gnæfir allt annað.“

Alþingi sérstakur vinnustaður

Þá segir Krist­rún í við­talinu, 34 ára gömul, sem kom ný inn á Al­þingi fyrir skemmstu úr banka­geiranum, að Al­þingi sé mjög sér­stakur vinnu­staður. Þing­menn séu margir hverjir drifnir á­fram af hug­sjón en enginn skortur sé þó á stórum egóum.

„Það sem kom mér senni­lega mest á ó­vart á þinginu er hve margt er ó­vandað og hrað­soðið, senni­lega vegna þess að það er sí­felld pólitísk stöðu­taka í gangi. Fjár­lögum upp á 1.000-1.200 milljarða er rubbað af á þremur til fjórum vikum. Sam­ráðs­ferli sem ætti að standa mánuðum saman haft að engu.“

„Ég er í hópi þeirra sem hafa notið vel­gengni en það er ekki mér einni að þakka. Mér hefur gengið vel vegna þess að ég ólst upp í ís­lensku sam­fé­lagi og á jafnaðar­hug­sjón Ís­lendinga fyrr á tímum margt að þakka," segir Krist­rún í við­talinu sem birt verður í heild sinni á morgun í bæði blaði og á vef Frétta­blaðsins.