Leik­hús­­stjórar Þjóð­­leik­hússins og Borgar­­leik­hússins eru sam­­mála um að mikil ó­­vissa ríki um starf­­semi leik­húsanna í ár vegna sam­komu­tak­­markana. Bæði fylgjast náið og dag­­lega með nýjum fregnum af far­aldrinum og að­­gerðum stjórn­valda gegn út­breiðslu hans. Nýjar sótt­varna­reglur innan­lands sem tóku gildi í dag um að í­þrótta­fólk megi snertast á æfingum og í keppnum gæti orðið for­dæmi sem horft verður til þegar koma á menningar- og lista­lífi aftur í gang.

„Við erum auð­vitað að leita leiða til að geta hafið starf­semi á nýjan leik sem allra fyrst en þó þannig að ýtrasta öryggis sé gætt. Þessi nýja nálgun gagn­vart í­þrótta­mönnum á í­þrótta­velli getur verið for­dæmi sem hægt er að horfa til í þeim til­gangi að finna góðar leiðir til að koma menningar- og lista­lífi landsins í gang á nýjan leik,“ segir Magnús Geir Þórðar­son Þjóð­leik­hús­stjóri í sam­tali við Frétta­blaðið. „Menningar­stofnunum er mikil­vægt að geta hafið æfingar tíman­lega og svo verður vonandi fljót­lega í fram­haldinu hægt að opna fyrir sýningar­hald. Allt veltur það þó að sjálf­sögðu á mati og ráðum sér­fræðinganna. Okkur er fyrst og fremst um­hugað um að nálgast málið af á­byrgð.“

Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þjóð­leik­húsið þurfti að fresta upp­hafi leik­ársins vegna sam­komu­tak­markana og segir Magnús Geir að æfingar á stóru sýningum haustsins hafi því frestast. „Við treystum okkur ekki til að stefna lista­mönnum saman miðað við þau til­mæli sem hafa verið í gangi og þurftum þar af leiðandi að fresta upp­hafi æfinga. Við nýtum hins vegar tímann vel til annars undir­búnings og hér í Þjóð­leik­húsinu er verið að vinna að leik­mynd, búningum og tækni, auk þess sem tíminn er nýttur í um­tals­verðar endur­bætur í for­sal leik­hússins,“ segir hann. „Við hlökkum hins vegar ó­skap­lega til að geta dregið tjöldin frá, opnað leik­húsið og hrifið á­horf­endur með okkur. Þjóðinni veitir ekkert af and­legri næringu og inn­blæstri.“

Þurfa skýrar leiðbeiningar

Borgar­­leik­húsið hefur aftur á móti á­­kveðið að æfa sínar sýningar með þeim sam­komu­tak­­mörkunum sem eru í gildi. „Við reynum að við­hafa tveggja metra regluna og hlíta öllum reglum,“ segir Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir Borgar­­leik­hús­­stjóri. Borgarleik­húsið hefur, líkt og Þjóð­­leik­húsið verið lokað í um fimm mánuði. „Aðal­­­málið hjá okkur er að við þurfum að fá að taka á móti gestum í sal. Við þurfum bara að fá leið­beiningar um með hvaða hætti við megum gera það og hve­­nær.“

Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir Borgar­leik­hús­stjóri.
Fréttablaðið/Eyþór

„Við getum alveg æft út í það ó­­endan­­lega en hve­­nær getum við hafið störf? Það er raun­veru­­lega spurningin. Nú ríður á og nú verður að opna sam­talið við sviðs­lista­­stofnanir,“ heldur Bryn­hildur á­­fram. „Við erum með and­­legu líf­æðina til lands­manna og það hefur sýnt sig nú hvað fólk þyrstir í menningar­við­burði, leik­hús, tón­­leika og sam­veru. Við sem störfum við að lyfta andanum og færa and­­lega næringu til fólksins – nú þarf að koma til móts við okkur og hjálpa okkur að halda úti ein­hverri starf­­semi eins og mögu­­legt er. Þetta er lýð­heilsu­­mál.“