Í­þrótta­fólk er sagt gefa lítið fyrir leið­beiningar frá heil­brigðis­ráðu­neytinu og sótt­varnar­lækni og stunda í­þrótta­æfingar í litlum hópum. Fram­kvæmda­stjóri Ung­­menna­­fé­lags Ís­lands (UMFÍ) segir að fé­lagið hafi fengið ábendingar um þetta.


„Það er ekki til fyrir­myndar. Ég hrein­lega undrast að fólk haldi að bannið eigi við um aðra en ekki það sjálft,“ segir fram­kvæmda­stjórinn, Auður Inga Þor­steins­dóttir. „Við leggjum á­herslu við stjórn­endur í í­þrótta­hreyfingunni að allt í­þrótta­starf eigi að fella niður, bæði barna og full­orðinna, bolta­í­þróttir, hesta­í­þróttir, dans og aðrar greinar.“


Sam­kvæmt leið­beinandi við­miðum sem heil­brigðis­ráðu­neytið sendi frá sér vegna sam­komu­bannsins skal gert hlé á öllu í­þrótta- og æsku­lýðs­starfi til að hefta út­breiðslu kóróna­veirunnar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ sendu í kjöl­farið út sam­eigin­lega til­kynningu til sam­bands­aðila sinna og í­þrótta­fé­laga í síðustu viku um að fylgja þessum við­miðum.

„Ég hrein­lega undrast að fólk haldi að bannið eigi við um aðra en ekki það sjálft,“ segir Auður Inga.

Þessu hefur þó greini­lega ekki verið fylgt eftir ef marka má á­bendingar sem fé­laginu hefur borist. Auður Inga segir ljóst að sumir telji sig undan­þegna banninu. „Bæði hefur fólk hringt í okkur í þjónustu­mið­stöð UMFÍ og sent okkur myndir af æfinga­hópum. Það er miður enda mikil­vægt að við snúum öll bökum saman í bar­áttunni til að hefta út­breiðslu kóróna­veirunnar. Við verðum að gera þetta saman,“ segir hún.


Víðir Reynis­son, hjá al­manna­vörnum, í­trekaði mikil­vægi þess að fólk fylgdi reglum og leið­beiningum yfir­valda í sam­komu­banninu. Tak­mörkunum af völdum bannsins á að ljúka þann 13. apríl en búist er við að þær muni vara eitt­hvað lengur.