Al­manna­vörnum bárust fjórar til­kynningar síðasta sólarhring um að í­þrótta­fé­lög hefðu haldið æfingar þrátt fyrir skýr fyrir­mæli um að það væri bannað. Á einni þessara æfinga komu að hans sögn um fimmtíu manns saman.

„Við erum með upp­lýsingar um að hjá einu í­þrótta­fé­lagi hafi verið fimm­tíu manna æfing,“ sagði Víðir Reynis­son hjá al­manna­vörnum á upp­­­lýsinga­fundinum að­­spurður hvort fleiri til­­­kynningar um brot á sam­komu­banninu hefðu borist.

„Ég er bara fúll. Við fengum helling af til­kynningum í dag og í nótt. Bæði þar sem var verið að benda á á­kveðna staði, eins og í gær. En svo vorum við líka með fjórar til­kynningar um starf­semi í­þrótta­fé­laga þar sem voru æfingar í gangi þrátt fyrir að Ung­menna­fé­lag Ís­lands hafi áminnt þau í gær um að það mætti ekki."


Frétta­blaðið greindi frá því á föstu­­daginn að UMFÍ hafi borist mikið af til­­­kynningum um að í­­þrótta­­fólk væri enn að æfa saman þrátt fyrir sam­komu­bannið og til­­­mæli um annað.

Eins og allir ættu að vita er 20 manna sam­komu­bann í gildi á öllu landinu. Víðir var alls ekki sáttur með til­kynningarnar um starf­semi í­þrótta­fé­laganna og sagði það frá­leitt að halda æfingu með 50 manns í banninu.

Að lokum sagðist hann hafa trú á að sam­fé­lagið gæti gert betur og vonaði að allir væru að komast að því að hér væri nýr raun­veru­leiki sem við verðum að stilla okkur inn á. Hann stað­festi þá að sektir vegna brota á sam­komu­banni væru komnar í ferli. Sektir við brotum geta numið allt að hálfri milljón króna.