„Við vildum gera eitthvað með þetta húsnæði okkar og ákváðum að breyta dótakassanum í mótorhjólaumboð“ sagði Björgvin. „Við munum einnig geta pantað hjól frá Moto Guzzi og Piaggio og varahluti í öll ítölsku hjólin. Til að byrja með verður enginn sérstakur opnunartími en fólk getur haft samband og við finnum tíma til að taka á móti því“ útskýrði Björgvin. Fyrstu hjólin er komin í Hafnarfjörðinn og þar má sjá Ducati hjól eins og Multistrada, XDiavel S og Monster 821 Stealth Scrambler, auk krúnudjásnsins Panigale V4 S. Ducati hjólin verður hægt að þjónusta sérstaklega þar sem að Ducati á Ítalíu fór fram á að hægt væri að bjóða uppá fulla þjónustu og því var keypt viðhaldstölva fyrir verkstæðið.