Ítalir eru líklegastir af stóru þjóðum Evrópusambandsins til að yfirgefa ESB ef hagsæld Breta reynist meiri utan sambandsins eftir útgönguna en fyrir. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem gerð af var Redfield and Wilton Strategies fyrir Euronews. Kemur í ljós að rúmlega 45 prósent Ítala séu tilbúnir að styðja útgöngu úr ESB, reynist efnahagur Bretlands í góðu ástandi eftir fimm ár.

Könnuð var afstaða þriggja annarra þjóða: Frakka, Spánverja og Þjóðverja. Nokkur stuðningur reyndist vera við útgöngu, hvort tveggja í Frakklandi og á Spáni. Stuðningur Frakka reyndist 38 prósent og Spánverja 37 prósent.

Stuðningurinn við útgöngu úr Evrópusambandinu reyndist hins vegar nokkru minni meðal Þjóðverja, eða 30 prósent.

Svipað hlutfall þeirra taldi líklegt að Bretar myndu hafa það betra utan ESB en innan. Könnunin var gerð 17. til 18. júlí og náði til 1.500 manns í hverju landi.