Þriggja ítalskra ökuþóra bíður há fjársekt fyrir ítrekaðan utanvegaakstur á að minnsta kosti þremur stöðum í sandauðnunum norður af Vatnajökli í byrjun vikunnar.

Lögreglan á Húsavík hafði uppi á mönnunum í ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal að kveldi sama dags og upp komst um umhverfisspjöllin, sem eru með þeim verri sem heimamenn hafa orðið vitni að.

Þeir játuðu sök á staðnum enda bentu hjólbarðarnir á einum bíla mannanna til þess að þeir hefðu markað djúpa slóða.