Ítalska ríkis­sjón­varpið Rai hefur fengið hólfskeflu af gagn­rýni yfir sig eftir að hafa sýnt upp­töku úr öryggis­mynda­vél af kláfferjuslysinu í hlíðum Mottarone fjalls í maí.

Fimm­tán manns voru kláfnum þegar hann hrundi og létust fjór­tán þeirra. Eitan Biran, fimm ára drengur, var sá eini sem lifði af. Hann missti báða for­eldra sína og tveggja ára bróðir sinn í slysinu.

Á mynd­bands­upp­tökunni sést kláfurinn vera að nálgast á­fanga­stað sinn á toppi fjallsins þegar hann fer allt í einu á fleygi­ferð aftur niður fjallið og hrynur svo í jörðina.

Yfir­völd á Ítalíu hafa hafið rann­sókn á slysinu. Olimpia Bossi, sak­sóknari málsins, sagði það var hafi verið með öllu ó­við­eig­andi af sjón­varps­stöðinni að sýna mynd­bandið.

Marcello Foa, yfir­maður Rai TV, segist hneykslaður yfir þeirri á­kvörðun að sýna mynd­bandið en það var upp­haf­lega sýnt í frétta­þætti á Rai 3 en þá var búið að má út kláfinn.

Mynd­bandið hefur síðan þá lekið í heild sinni á netið og hafa fjöl­margir fjöl­miðlar á Ítalíu birt mynd­bandið án þess að má út kláfinn.

Önnur mynd­bands­upp­taka er einnig í um­ferð á Ítalíu sem sýnir starfs­menn skíða­svæðisins hlaupa að kláfnum eftir slysið.

Talið er að kláfurinn hafi hrapað til jarðar um 300 metrum frá toppi fjallsins en fallið var að minnsta kosti tuttugu metrar. Ferjan rúllaði svo niður bratta hlíðina og stað­­næmdist á trjám.

Alessandro Merlo og Silvia Malnati ungt par sem lést í slysinu borin til grafar á Ítalíu.
Ljósmynd/EPA

Talið er að kláfurinn hafi hrapað til jarðar um 300 metrum frá toppi fjallsins en fallið var að minnsta kosti tuttugu metrar. Ferjan rúllaði svo niður bratta hlíðina og stað­­næmdist á trjám.

Er­­lendir ríkis­­borgarar voru í hópi þeirra sem létust, en ekki hefur verið greint frá þjóð­erni þeirra.

Tvö börn, fimm og níu ára, voru á lífi þegar við­bragðs­­aðilar komu á vett­vang en eldra barnið lést á sjúkra­húsi í Tórínó daginn eftir.