Ísraelska flugfélagið El Al úthlutaði meðlimum Hatara „verstu“ sætin í flugvélinni á leið frá Tel Aviv til Lund­úna. Starfsmenn flugfélagsins montuðu sig á því á samfélagsmiðlum að hafa aðskilið liðsmenn Hatara og úthlutað þeim þrjú sæti í öft­ustu röðum vél­ar­inn­ar, í miðju sæt­araðanna.

Daher Dahli, tónlistarmaður frá Ísrael, vakti athygli á þessu á Facebook og deildi færslu frá starfsfólki flugfélagsins.

„Þetta er það sem þeir fá“ seg­ir Dahli að starfs­fólkið hafi sagt. Þá vill starfsfólkið meina að Hatari verðskuldi þessa meðferð fyr­ir að hafa mót­mælt gegn her­námi Ísra­ela í Palestínu.

Einar Stefánsson, tromm­ugimpi sveit­ar­inn­ar, deildi færslunni á Instagram síðu sinni og þakkaði El Al fyrir „sérmeðferðina.“