Yfir­völd í Ísrael ætla sér að setja á tveggja vikna ferða­bann út­lendinga til landsins vegna nýs af­brigðis kórónu­veirunnar, Ó­míkrón-af­brigðisins. Þá verður einnig aukið eftir­lit með þeim sem koma til landsins. Ísraelar sem eru bólu­settir munu þurfa að fara í þriggja daga sótt­kví og þau sem eru óbólu­sett viku­langa sótt­kví.

Þegar hefur verið sett ferða­bann á þau sem koma frá Afríku til Ísrael.

Bannið mun taka gildi á mið­nætti eftir að ríkis­stjórn landsins hefur fundað og sam­þykkt það.

Á vef breska ríkis­út­varpsins kemur fram að í það minnsta eitt til­felli af nýja af­brigðinu hafi verið greint í Ísrael en einnig hefur það komið fram í morgun að af­brigðið hafi veið greint í Ástralíu, Bret­landi, Ítalíu, Þýska­landi, Belgíu og Hong Kong.

Fjöl­mörg lönd hafa frá því að af­brigðið var fyrst greint í Suður-Afríku bannað ferða­lög þangað eða ráð­lagt í­búum að ferðast ekki þangað að ó­þörfu. Suður-Afríku­búar hafa í kjöl­farið kvartað undan því að þeim sé refsað fyrir að greina nýtt af­brigði, í stað þess að þeim væri þakkað fyrir það.

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur varað við því að það sé á­hyggju­efni að hærri smit­tíðni sé á þessu af­brigði kórónu­veirunnar.

Nánar hér á vef BBC.