Búist er við að for­seti Ísraels muni veita leið­toga Blá-Hvíta-flokksins, Benny Gantz, stjórnar­myndunar­um­boð eftir að nú­verandi for­sætis­ráð­herra og leið­togi Likud flokksins, Benja­min Netanyahu, tókst ekki að mynd meiri­hluta stjórn. Gantz mun hafa 28 daga til að mynda stjórn en þetta kemur fram í frétt Guar­dian um málið.

Staðan sem upp er komin er nánast sú sama og eftir kosningarnar síðast­liðinn apríl en þá náðu hvorki Netanyahu né Gantz að mynda stjórn. Ef Gantz nær ekki að mynda ríkis­stjórn getur þingið til­nefnt annan aðila en það telst vera ó­lík­legt til að bera árangur. Ísraelar geta því átt von á að vera í þeirri for­dæma­lausu stöðu að kosið verði í þriðja sinn á einu ári.

Bak­slag fyrir Netanyahu

Netanyahu hefur gegnt em­bætti for­sætis­ráð­herra lengur en nokkur annar, eða þrettán ár. Mikið var í húfi fyrir Netanyahu að ná að mynda stjórn, ekki að­eins til að hljóta em­bætti for­sætis­ráð­herra í fimmta sinn, heldur einnig til að hljóta vernd vegna spillinga­mála sem hann hefur verið sakaður um.

Mikill klofningur er innan þingsins og er það raun­veru­legur mögu­leiki að ekki náist að mynda meiri­hluta­stjórn en 61 sæti þarf fyrir meiri­hluta. Ef Likud og Blá-Hvíti-flokkurinn gætu þeir myndað 65 sæta meiri­hluta­stjórn en Gantz hefur neitað að vinna með Netanyahu vegna spillingar­málanna.