Ísra­el er það land í heiminum sem hef­ur bólu­sett hlut­falls­lega flesta við COVID-19. Rúm­lega þrjár millj­ónir Ísra­ela hafa nú þegar verið fullbólu­sett­ir og 4,4 milljónir hafa fengið fyrri sprautuna af bóluefni Pfizer.

Alls hafa verið gefnir fleiri en 7,3 milljónir bóluefnaskammtar í Ísrael. Smittíðni í landinu er á hraðri niðurleið eftir að eftir að hafa náð hámarki í janúar.

Fjöldabólusetningarstöðvar hafa verið settar upp víðs vegar um landið. Þar á meðal í verslunum IKEA, en fólki gafst kostur á að mæta í verslanirnar og láta bólusetja sig án þess að þurfa að bóka tíma fyrir fram. Samstarfið við sænska húsgagnaframleiðandann miðar að því að gera bólusetningu aðgengilegri fyrir sem flesta án þess að þurfa að panta tíma fyrir fram. Þá verða einnig settar upp bólusetningastöðvar í stórum verslunarmiðstöðvum um allt land.

Samstarf við Pfizer

Ísra­el­ar hófu bólu­setn­ing­ar þann 19. des­em­ber en Ísra­el­ar tryggðu sér bólu­efni Pfizer og Bi­oNTech snemma í far­aldr­in­um. Í byrjun árs var greint frá því að stjórn Benjam­in Netanyahus, forsætisráðherra Ísrael hefði gert samning við Pfizer sem tryggði öllum yfir 16 ára bólusetningu fyrir lok mars. Samn­ing­ur­inn snerist um að Ísr­ael yrðu „fyr­ir­mynd­ar­land“ Pfiz­er, sem myndi fá töl­fræði­gögn um virkni bólu­efn­is­ins í land­in­u.

Ef marka má rannsóknina sem gerð var í Ísrael þá veitir bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech 94 prósent vernd gegn kór­ónu­veirunni.