Á sunn­u­dag­inn hefst ný ból­u­setn­ing­ar­her­ferð gegn Co­vid-19 í Ísra­el. Þar verð­a í­bú­ar 60 ára og eldri boð­að­ir í þriðj­u spraut­u ból­u­efn­is Pfiz­er. Frá þess­u greind­i Naft­al­i Benn­ett for­sæt­is­ráð­herr­a á blað­a­mann­a­fund­i í gær.

„Hringd­u í for­eldr­a þína, ömm­ur og afa, og sjáð­u til þess að þau fái þriðj­u spraut­un­a,“ sagð­i Benn­ett. Næg­ar sann­an­ir væru fyr­ir því að þörf væri á þriðj­u spraut­unn­i.

„Raun­ver­u­leik­inn sann­ar að ból­u­efn­i séu ör­ugg. Raun­ver­u­leik­inn sann­ar einn­ig að ból­u­efn­i vernd­a gegn hárr­i dán­ar­tíðn­i og dauð­a. Líkt og flens­u­spraut­a sem þarf að end­ur­nýj­a regl­u­leg­a, gild­ir það sama í þess­u til­fell­i.“

Frá og með sunn­u­deg­i geta all­ir Ísra­el­ar yfir sex­tug­u, sem full­ból­u­sett­ir voru fyr­ir minnst fimm mán­uð­um, feng­ið þriðj­u spraut­un­a. „Þett­a veit­ir lík­am­an­um mikl­a vörn. Fáðu þriðj­u spraut­un­a; hugs­að­u vel um þig og þá í kring­um þig,“ sagð­i hann enn frem­ur.

„Það er sam­keppn­i í gang­i mill­i ból­u­efn­is­ins og far­ald­urs­ins,“ sagð­i Benn­ett. Því fleir­i sem væru ból­u­sett­ir gæti tryggt að ekki þurf­i að leggj­a á frek­ar­i tak­mark­an­ir.

Isa­ac Herz­og, for­set­i Ísra­el, fékk þriðj­u spraut­un­a á í dag en hann er 60 ára gam­all.

Isa­ac Herz­og, for­set­i Ísra­el.
Fréttablaðið/AFP

Ból­u­setn­ing­ar­her­ferð Ísra­el­a fyrr á ár­in­u tókst afar vel þó dreg­ið hafi úr kraft­i henn­ar líkt og raun­in er víða ann­ars stað­ar. Nú eru 57 prós­ent þjóð­ar­inn­ar full­ból­u­sett með ból­u­efn­i Pfiz­er en í­bú­ar lands­ins eru 9,3 millj­ón­ir. Yfir 80 prós­ent þeirr­a sem eru yfir fer­tug­u eru full­ból­u­sett.

Ráð­gjaf­ar heil­brigð­is­ráð­u­neyt­is­ins hafa ráð­lagt stjórn­völd­um að end­ur­ból­u­setj­a eldri íbúa en voru ekki sam­mál­a við hvað­a ald­ur ætti að miða, 60 ár, 65 ár eða 70. Þótt­i stjórn­völd­um best að miða við að 60 ára og eldri fengj­u þriðj­u spraut­u Pfiz­er.