Morðið á banda­rísk-palestínska frétta­ritaranum Shireen Abu Aq­leh verður ekki rann­sakað af Ísraelum. Palestínsk yfir­völd og vitni að morðinu kenna Ísraelskum her­mönnum um morðið. The Guar­dian greinir frá þessu.

Abu Aq­leh var frétta­ritari á vegum Al Jazeera í Palestínu og Ísrael. Hún lést á meðan hún fjallaði um á­rásir ísraelska her­manna á Vestur­bakkann, land­svæði sem til­heyrir Palestínu.

Al Jazeera sagði Abu Abu Aq­leh hefði verið skotin „vís­vitandi“ og „af köldu blóði.“

Yfir­lýsing frá varnar­liði Ísrael full­yrti að Abu Aq­leh hafi látist í „virku bar­daga­á­standi“ og því yrði málið ekki rann­sakað sem saka­mál.

Ríkis­stjórn Banda­ríkjanna og öryggis­ráð Sam­einuðu þjóðanna hafa kallað eftir að stofnað verði til ó­háðrar rann­sóknar.

Mann­réttinda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna Michelle Bachelet kvartaði í síðustu viku yfir skorti á á­byrgð Ísraela vegna dauðs­falla á her­numdum svæðum.

„Eins og ég hef marg­oft kallað eftir áður verður að fara fram við­eig­andi rann­sóknir á að­gerðum ísraelska öryggis­sveita,“ sagði Bachelet.