Ísraels­her lét sprengjum rigna yfir Gaza eftir mið­nætti í nótt áttunda daginn í röð. Loft­á­rásirnar í nótt eru með þeim hörðustu síðan á­tökin byrjuðu fyrir viku.

Ekki er vitað hve margir slösuðust í á­rásinni en hundruð heimila voru skemmd og ollu sprengjurnar raf­magns­leysi víða á Gaza­ströndinni. Ísraels­her segir á­rásirnar hafa verið skipu­lagðar til að ná til Hamas sam­takanna og þeirra yfir­ráða­svæði.

Antonio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, hefur í­trekað kallað eftir vopna­hlé og for­dæmt of­beldið. Hann sagði á­rásir Ísraels­manna í gær vera brot á al­þjóða­lögum.

Mannskæðasti dagurinn til þessa

Á síðustu viku hafa sprengingar Ísrales orðið 197 manns að bana á Gaza svæðinu. Þar af eru 58 börn og 34 konur. Tíu manns, þar af tvö börn hafa látist í flug­­skeyta­á­rásum á Ísrael síðan átök hófust síðasta mánu­­dag, sam­­kvæmt ísraelskum yfir­­völdum.

Í gær létust 42 ein­staklingar í á­rásunum á Gaza en um var að ræða mann­skæðasta daginn til þessa. Ísrael varpaði meðal annars sprengjum á al Shanti flótta­manna­búðirnar og Jala turninn sem hýsti frétta­miðla á borð við Al Jazeera og AP.

Benja­min Netanyahu, for­­sætis­ráð­herra Ísrael, sagði í gær að ekki yrði dregið úr krafti loft­á­rása á næstunni. Mark­miðið væri að láta Hamas sam­tökin „gjald­a dýru verð­i“ fyrir á­rásir sínar.