Orka náttúrunnar (ON) mun á mánudag taka strauminn af 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp í Reykjavík að beiðni Reykjavíkurborgar. Ástæðan er niðurstaðna kærunefndar útboðsmála um að útboð borgarinnar á uppsetningu og rekstri götuhleðsla hafi verið ólöglegt.

Í tilkynningu frá ON segir að ástæðan fyrir lokuninni séu kvartanir Ísorku. “Ísorka hefur hvergi lagt fram kvörtun gegn því að stöðvunum skuli lokað líkt og ON bendir á. Hafi ég gert það þá hlýtur hún að vera til í bókum ON eða Reykjavíkur,” segir Sigurður Ástgeirsson framkvæmdastjóri Ísorku og segir þessa ákvörðun alfarið komna frá borginni.

Ísorku að meinalausu

“Það er virkilega sárt að þurfa að upplifa það að sá sem kvartar skuli vera gerður ábyrgur fyrir afleiðingum þess sem braut lögin,” segir Sigurður. “Það er alveg Ísorku að meinalausu hvort stöðvarnar fái að þjóna rafbílaeigendum áfram. Við erum ekki dómarar í þessu máli.”

Rafhleðslur eru víða á Höfuðborgarsvæðinu
Fréttablaðið/Pjetur

Reykjavíkurborg bauð á sínum tíma út uppsetningunar og reksturinn og tók tilboði frá ON en á þeim tíma var í gangi rannsókn kærunefndar útboðsmála.

Rafbílahleðslufyrirtækið Ísorka sem bauð einnig í verkið gerði athugasemd við útboðið sem fór þá til rannsóknar hjá kærunefnd útboðsmála. Reykjavíkurborg semur engu að síður á rannsóknartímanum við ON og úthlutar henni stæðum fyrir hleðslur vítt um borgina, segir Sigurður Ástgeirsson framkvæmdastjóri Ísorku.

Úrskurðarnefndin komst að niðurstöðu þann 11.júní síðastliðinn um að Reykjavíkurborg hefði átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Málið tekur líka til heimahleðslustöðva
Fréttablaðið/Valli

Reykjavíkurborg hefur óskað þess við kærunefndina að fresta réttaráhrifum niðurstöðunnar. Borgin vill láta reyna á lögmæti úrskurðarins en samhliða sé unnið að undirbúningi nýs útboðs, segir í tilkynningu.

„Á meðan kærunefnd tekur afstöðu til þeirrar beiðni er ráðlegt að ekki sé aðgengi að raforku á umræddum hleðslustöðvum,“ segir í bréfi Reykjavíkurborgar til ON.

„Málið var komi í ferli hjá kæruefndinni áður en samið var við ON og stöðvar þeirra settar upp, rannsókn var í gangi en borgin segir ON samt að kaupa þessar stöðvar og setja þær upp á merktum stæðum sem borgin úthlutaði fyrirtækinu,” segir Sigurður.

Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastýra ON
Mynd/ON

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg í dag segir aftur á móti að kærunefnd útboðsmála frá 22. október í fyrra, hafi hafnað kröfu Ísorku um að umrætt útboð yrði stöðvað um stundarsakir. Báðir samningsaðilar, Reykjavíkurborg og ON, voru því í góðri trú um að halda áfram með að efna samninginn sem komst á í kjölfar hins kærða útboðs,“ segir þar.