Namibískir miðlar greina frá því í dag að Arn­grímur Brynjólfs­son, ís­lenskur skip­stjóri, sem starfaði fyrir Sam­herja, hafi verið hand­tekinn vegna gruns um að hafa stundað ó­lög­legar veiðar við strendur Namibíu.

Þetta kemur fram á frétta­vef Namibian Broa­d­casting Cor­por­ation og þar segir enn­fremur að skipið sem Arn­grímur hafi siglt á hafi verið við veiðar á hrygningar­svæðum.

Arn­grímur var leiddur fyrir dómara í gær, en niður­staða dómarans var að Arn­grímur ætti að sitja í varð­haldi þar til greitt hefði verið hundrað þúsund namibíska dali í tryggingu, eða því sem nemur rúmum áttahundruð þúsund íslenskum krónum. Þá þarf hann jafn­framt að leggja inn vega­bréfið sitt til að tryggja að han yfir­gefi ekki landið. Málinu hefur verið frestað til 30. janúar.

Í svörum utan­ríkis­ráðu­neytisins viðfyrir­spurn RÚV kemur fram að ekki hafi borist beiðni til borgara­þjónustunnar vegna máls Arn­gríms.