Maðurinn sem lést í Sky Lagoon í gær­kvöldi var ís­lenskur karl­maður á þrí­tugs­aldri, sam­kvæmt Vísi, en lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur and­látið til rann­sóknar.

Ekki er grunur um að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti. Gestir urðu varir við miklum við­búnaði lög­reglu- og sjúkra­flutninga­manna á sjöunda tímanum á gær­kvöldi. Lög­reglan ræðir nú við vitni og fer yfir gögn málsins.

Uppfært 16:36

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Gunnari Rúnar Sveinbjörnssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, barst lögreglunni tilkynning um sexleytið í gærkvöldi vegna karlmanns á þrítugsaldri sem hafði misst meðvitund.

Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og var maðurinn, sem var gestkomandi á staðnum, fluttur á Landspítalann þar sem hann lést síðar um kvöldið.

Þá segir hann rannsókn málsins vera á frumstigi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.