Fjöl­miðla­maðurinn Haukur Hauks­son er um þessar mundir staddur í Úkraínu í sér­stakri ferð fyrir fjöl­miðla­fólk í boði rúss­neskra stjórn­valda. Er blaða­maður náði tali af Hauki var hann staddur í austur­hluta Úkraínu í hinu svo­kallaða Do­netsk al­þýðu­veldi, rúss­nesku­mælandi héraði sem lýsti yfir sjálf­stæði frá Úkraínu 2014.

„Þetta eru ferðir sem eru skipu­lagðar af frétta­manna­þjónustu varnar­mála­ráðu­neytis Rúss­lands fyrir inn­lenda og er­lenda frétta­menn til að sýna þeim hvernig málin standa frá fyrstu hendi. Reyndar tekur megin­straums pressan ekki þátt í þessu, það er að segja BBC, CNN, Reu­ters, Guar­dian og þeir sem yfir­leitt er vitnað í af öðrum,“ segir Haukur en hann hefur nýtt ferðina til að sanka að sér efni fyrir YouTu­be-rás sem hann hyggst stofna.

Haukur er rúss­nesku­mælandi og hefur verið bú­settur í Moskvu í rúm þrjá­tíu ár. Hann telur það mikil­vægt að geta farið til Úkraínu og upp­lifað á­tökin með eigin augum og er mjög gagn­rýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vest­rænum fjöl­miðlum.

„Í stað þess að menn séu staddir í ein­hverjum skrif­stofum í London eða Was­hington og fá frétta­skeyti frá Reu­ters sem eru skrifuð af mönnum sem eru ekki á staðnum, tala ekki málið, eru ekki að tala við heima­menn og hafa ekki reynslu,“ segir hann.

Að hans mati hefur Úkraína þróast út í á­kveðið banana­lýð­veldi Vestur­landa „ekki síst með hjálp Biden-feðga“.

„Stór faktor í þessu er það að þeir auð­virða öryggis­kröfur Rússa og svo út­þensla NATO sem er orðin mjög á­berandi og mikil sem Rússar vildu setjast niður og ræða en fá puttann í rauninni, þar á meðal frá ís­lenskum stjórn­völdum, en sér­stak­lega frá Antony Blin­ken utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna og Joe Biden for­seta. Ef þetta hefði gerst í tíð Trumps þá hefði þetta senni­lega ekki gerst því hann hefði sest niður með Rússum og byrjað að ræða öryggis­kröfur Pútíns for­seta og Sergei Lavrovs.“

Úkraínskur maður stendur fyrir framan húsarústir í Pokrovskíj í Donetsk-héraði.
Fréttablaðið/Getty

Kveðst ekki vilja rétt­læta stríðið

Finnst þér rétt­lætan­legt að Vla­dí­mír Pútín hafi ráðist inn í Úkraínu?

„Ég er ekki að rétt­læta stríðið. Það er engan veginn að ég sé að mæla því bót, rétt­læta eða segja að það sé gott mál. Hins vegar þurfa menn, ekki síst stjórn­mála­menn, diplómatar og fólk sem er í æðstu stöðum og fær laun fyrir að þekkja eða þykjast þekkja hlutina, að vita hvernig þetta byrjaði. For­leikurinn að þessu er mjög grimmt borgara­stríð þar sem stjórnar­herinn var með stór­skota­liðs loft­á­rásir og annað á eigin borgara þar sem hvorki meira né minna en 14.000 manns voru drepnir. En hræsni vestur­landa og ís­lenskra stjórn­valda liggur í því að það hefur enginn neinn á­huga á því.“

Haukur vísar þar í tölur um mann­fall í Donbass sem hafa gjarnan verið notaðar af Rússum til að rétt­læta inn­rásina. Þá hefur Vla­dí­mír Pútín þrá­stagast á til­hæfu­lausum full­yrðingum um meint þjóðar­morð Úkraínu­manna á rúss­nesku­mælandi þegnum sínum.

Rétt er að hátt í 14.000 manns hafi látist í á­tökunum í Austur-Úkraínu í að­draganda inn­rásar en stærstur hluti þeirra eru her­menn úr úkraínska stjórnar­hernum og her að­skilnaðar­sinna. Í nýjustu skýrslu Skrif­stofu Mann­réttinda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna (OHCHR) um Úkraínu kemur fram að heildar­fjöldi ó­breyttra borgara sem látist hafi í Úkraínu frá apríl 2014 til janúar­loka 2022, sé 3.405 manns. Í eldri skýrslu OHCHR kemur fram að heildar­fjöldi látinna í sömu á­tökum hafi verið á bilinu 13.000 til 13.200 í árs­byrjun 2020.

Ég er ekki að rétt­læta stríðið. Það er engan veginn að ég sé að mæla því bót, rétt­læta eða segja að það sé gott mál. Hins vegar þurfa menn, ekki síst stjórn­mála­menn, diplómatar og fólk sem er í æðstu stöðum og fær laun fyrir að þekkja eða þykjast þekkja hlutina, að vita hvernig þetta byrjaði.

Kalla Selenskíj leikara og trúð

Spurður um hvernig al­mennir borgarar sem hann hefur hitt upp­lifi stríðið segir Haukur að al­mennt séð hafi aldrei verið mikil vin­átta á milli höfuð­borgarinnar Kænu­garðs og Do­netsk. Spenna sé í borginni og fólk þurfi iðu­lega að leita sér skjóls frá sprengjum í húsa­sundum og neðan­jarðar­byrgjum.

„Það er mjög ein­kenni­leg til­finning að vera úti á götu og síðan er bara sí­renu­væl og sprengjur hérna yfir. Það hafa dáið fleiri manns hérna síðasta sólar­hring. Við sáum til dæmis skóla sem var sprengdur í loft upp. Þannig það er mjög mikil ó­vild, myndi ég segja, í garð þessarar stjórnar og stjórn­valda sem eru að senda öll þessi vopn til Selenskíjs sem menn kalla leikara og trúð, það eru svona vægustu orðin.“

Haukur segir þá íbúa Donetsk sem hann hefur hitt vera lítt hrifna af Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu.
Fréttablaðið/Getty

Manns dauði kemur ein­hvern tíma

Einn við­komu­staður Hauks var hafnar­borgin Maríu­pol sem var­grátt leikin og meira og minna lögð í rúst áður en hún féll í hendur Rússa.

„Asovs­tal, þarna er púður, lík­lykt og saggi í lofti, blautar dýnur og annað. Þú ert að sjá við hvað þetta fólk er upp alið,“ segir Haukur.

Í gær beið Haukur þess að komast aftur heim til Moskvu en ferða­á­ætlunin var aug­ljós­lega breytingum háð vegna ótta við á­rásir.

„Planið breytist mjög oft með stuttum fyrir­vara vegna þess að SBU, sem er leyni­þjónusta Úkraínu, virðist fylgjast með og er að reyna að skjóta á þessar rútur og annað sem rúss­nesk stjórn­völd, annað hvort utan­ríkis­ráðu­neytið eða varnar­mála­ráðu­neytið, eru með. Þannig þeir eru að reyna að drepa okkur, þó það standi Press á rútunum og bílunum. Þeir reyna víst að hitta þessar rútur og telja það sigur ef þeir drepa blaða­menn sem koma frá Moskvu,“ segir hann.

Haukur þver­tekur þó fyrir að vera stressaður eða hræddur.

„Manns dauði kemur ein­hvern tíma. Ég tel bara nauð­syn­legt að menn viti og þekki inn á þetta. Það er líka á­byrgðar­leysi að kynna sér ekki hlutina ofan í kjölinn. For­sagan og for­leikurinn að þessu er tra­gedía. En mín sam­viska og hrein og ef ég drepst hérna þá bara er það hið besta.“