Sjö ára ís­lenskur drengur er nú lang­veikt barn eftir að hafa greinst með CO­VID-19 en drengurinn, Natan Helgi, lá á spítala í Sví­þjóð í ellefu daga eftir að hafa greinst með sjúk­dóm sem tengist CO­VID-19. Greint var frá málinu í kvöld­fréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við fjöl­skyldu drengsins.

Lá inni á spítala í ellefu daga

Móðir Natans, Hulda Dóra Höskulds­dóttir, greindi frá því í við­tali hjá Stöð 2 að fjórir af fimm í fjöl­skyldunni, sem býr nú í Stokk­hólmi, hafi greinst með veiruna síðast­liðinn ágúst. Natan hafi glímt við væg ein­kenni en eftir að hann losnaði við sjúk­dóminn hafi hann glímt við mikil eftir­köst.

„Hann var lagður inn á Södersjukhuset í Stokk­hólmi og þá var hann orðinn lífs­hættu­lega veikur,“ sagði Hulda en Natan var í lífs­hættu í viku meðan hann lá inni á sjúkra­húsi vegna svo­kallaðs bráða­bólgu­heil­kennis (s. hyperin­flammation). Um var að ræða lífs­hættu­legan sjúk­dóm sem ræðst á líf­færi.

Ræðst helst á börn

Að sögn Huldu veit enginn af hverju sjúk­dómurinn tengist CO­VID-19 en hún segir að í Sví­þjóð hafi 70 hafi greinst með sjúk­dóminn sem ræðst helst á börn. Natan þurfti á ýmsum lyfjum að halda en hann út­skrifaðist loks af spítalanum í októ­ber.

„Eftir Co­vid er Natan í raun lang­veikt barn en við horfum á björtu hliðarnar, Natan er á lífi og við ætlum í gegnum þetta, hann mun verða full frískur á ný,“ sagði Hulda sem vill nú upp­lýsa fólk um sjúk­dóminn.

Við­talið við Huldu í heild sinni má nálgast á vef Vísis.