Innlent

Þjóð­fylkingunni blöskrar þöggunar­til­raunir

Stjórn Ís­­lensku þjóð­­fylkingarinnar telur flokkinn beittan á­­kveðinni þöggun. Flokknum hafi ekki verið boðið á fund hjá í­búa­­sam­tökum mið­­borgarinnar né heldur á fót­­bolta­­mót fram­bjóð­enda en odd­vitinn Guð­­mundur Þor­­leifs­­son hefði tekið þann slag með á­­nægju.

Guðmundur Karl Þorleifsson segir augljóst að reynt sé að þagga Íslensku þjóðfylkinguna í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna.

Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar og oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum, segir augljóst að reynt sé að þagga flokkinn og halda honum utan við umræðuna.

„Við höldum ekkert að það sé verið að reyna að halda okkur utan umræðunnar. Við vitum það,“ segir Guðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar og oddviti á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Það bara svoleiðis.“

Þjóðfylkingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars er gerð athugasemd við frétt RÚV um helgina þar sem hermt var að „öllum framboðum sem ætla að bjóða fram í Reykjavík“ hafi verið boðið á fund með íbúasamtökum miðborgarinnar.

„Íslensku þjóðfylkingunni var ekki boðið til þessa fundar né var okkur boðið að taka þátt í fótbolta í Egilshöll til að vekja athygli á málefnum fólks með geðraskanir sem við hefðum gjarnan viljað gera og fjallað var um í sama fréttatíma,“ segir í tilkynningunni.

Sjá einnig: Þjóðfylkingin býður fram í borginni

„Við vildum bara láta vita af þessu til þess að fólk átti sig á því að okkur er haldið utan svona viðburða eins og hægt er. Ég vissi nú ekki að við þættum það öflug að það þyrfti að óttast okkur svona mikið,“ segir Guðmundur í samtali við Fréttablaðið.

Frambjóðendurnir Jens G. Jensson og Guðmundur kynna stefnu flokksins í borginni fyrir nemendum í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Mynd/Íslenska þjóðfylkingin

„Okkur blöskrar þetta svo vegna þess að þið og allir fréttamiðlarnir geru okkur góð skil þegar við kynntum framboðið. Við erum ekki að kvarta yfir því,“ segir Guðmundur og bendir á að það ætti því að vera á flestra vitorði að Þjóðfylkingin ætli að taka slaginn.

„En þá eru svona aðilar, sem eru náttúrlega óbeint á vegum borgarinnar að reyna að útiloka okkur. Vegna þess að við erum ekki alveg á sama máli í mörgum málaflokkum og meirihluti borgarstjórnar.“

Guðmundur nefnir til dæmis „þéttingu byggðar sem við viljum ekki hafa á kostnað grænna svæða. Og vegna þess að við erum með aðrar áherslur en þeir þá vilja þeir ekki fá það inn í umræðuna vegna þess að þá gætu þeir náttúrlega farið að líta illa út. Þetta er ákveðin þöggun.“

Var tilbúinn í takkaskónum

Félagar í Þjóðfylkingunni furða sig einnig á að þeim hafi ekki verið boðið að tala þátt í fjáröflunarleik FC Sækó og FC Kreisí í Egilshöll á laugardaginn. Lið FC Kreisí voru meðal annarra Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og Stefán Eiríksson borgarritari.

Í liðinu voru einnig frambjóðendurnir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins ásamt oddvitum annarra flokka sem eru í framboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. Þó ekki frá Þjóðfylkingunni.

Þetta þykir Guðmundi og félögum súrt í broti, ekki síst þar sem flokkurinn hefði getað sent vaskan mannskap til leiks. „Ég er allavegana mjög góður í knattspyrnu,“ segir Guðmundur og bætir við að hann hefði haft gaman að því að keppa með Eyþóri Arnalds. „Það hefði verið allt í lagi að ýta aðeins við honum en við þekkjumst aðeins,“ segir Guðmundur og hlær.

„Okkur er kannski alveg sama þótt það sé verið að níðast á okkur persónulega en það er leiðinlegt þegar það bitnar á öðrum eins og í sambandi við þennan góðgerðarleik. Kannski hefðu einhverjir okkur tengdir viljað mæta og láta fé af hendi rakna til góðs málefnis ef við hefðum fengið að vera með.“

Að fótboltaleiknum stóðu Hlutverkasetur, velferðarsvið Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans, en tilgangurinn með keppninni var að efla og auka virkni fólks með geðraskanir, draga úr fordómum og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu.

 

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Þjóðfylkingin býður fram í borginni

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Auglýsing

Nýjast

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Auglýsing