Mik­ill meir­i­hlut­i for­eldr­a á Ís­land­i er hlynnt­ur því að börn verð­i ból­u­sett gegn Co­vid-19. Þett­a eru nið­ur­stöð­ur tveggj­a kann­an­a sem gerð­ar voru ann­ars veg­ar af Há­skól­a Ís­lands og hins veg­ar af Barn­a­spít­al­a Hrings­ins.

Þett­a kem­ur fram í bréf­i til rit­stjór­a vís­ind­a­rits­ins Ped­i­at­ric Infect­i­us Dis­es­e Jo­urn­al (PIDH) eft­ir lækn­an­a Ás­geir Har­alds­son, próf­ess­or í barn­a­lækn­ing­um við HÍ, Þor­varð­ur Jón Löve, próf­ess­or á heil­brigð­is­vís­ind­a­svið­i HÍ og Valt­ýr Stef­áns­son Thors, lekt­or við lækn­a­deild HÍ. Bréf­ið ber yf­ir­skrift­in­a „Enginn verð­ur ör­ugg­ur uns börn okk­ar eru ör­ugg.“

Sam­kvæmt könn­un sem gerð var á af­stöð­u ís­lenskr­a for­eldr­a í garð ból­u­setn­ing­ar barn­a árið 2015 kom í ljós að meir­a en 90 prós­ent for­eldr­a væru já­kvæð­ir í þeirr­a garð.

Til að kann­a af­stöð­u ís­lenskr­a for­eldr­a til ból­u­setn­ing­a á börn­um gegn Co­vid-19 voru fram­kvæmd­ar tvær kann­an­ir í febr­ú­ar og mars á þess­u ári.

Mik­ill meir­i­hlut­i vill láta ból­u­setj­a börn sín

Í könn­un Há­skól­a Ís­lands voru for­eldr­a barn­a und­ir 16 ára aldr­i spurð­ir hvort þeir mynd­u sam­þykkj­a að barn þeirr­a yrði ból­u­sett sögð­u 71,5 prós­ent þeirr­a að þeir mynd­u hik­laust sam­þykkj­a slíkt og 15,8 prós­ent að það væri afar lík­legt. Ein­ung­is 1,8 prós­ent sögð­u að það mynd­u þau alls ekki gera. Alls tóku 3373 for­eldr­ar þátt í könn­unn­i.

Í könn­un barn­a­spít­al­ans voru 2480 for­eldr­ar barn­a und­ir fjög­urr­a ára spurð­ir hvort þeir mynd­u sjálf­ir láta ból­u­setj­a sig eða börn sín. 90,5 prós­ent for­eldr­a ætl­uð­u að láta ból­u­setj­a sig og 68,3 prós­ent sögð­u að þeir mynd­u láta ból­u­setj­a barn sitt.

Í bréf­i lækn­ann­a seg­ir að þess­ar nið­ur­stöð­ur séu afar já­kvæð­ar, sér­stak­leg­a í ljós­i þess að þær voru gerð­ar áður en um­ræð­a um ból­u­setn­ing­ar barn­a hófst. Þeir segj­a nið­ur­stöð­urn­ar veit­a inn­sýn í af­stöð­u for­eldr­a sem gagn­ast geti stjórn­völd­um við á­kvarð­an­ir um ráð­staf­an­ir vegn­a far­ald­urs­ins.