Icelandair er aftur farið að ávarpa farþega fyrst á íslensku og bjóða þá velkomna heim þegar vélar félagsins lenda hér á landi. Fyrir nokkrum árum var sú breyting gerð að að tilkynningar í kallkerfum vélanna fóru fram fyrst á ensku og svo á íslensku en þessu hefur nú verið breytt til fyrra horfs.
Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, átti fund með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, þar sem hún lýsti óánægju sinni með það að farþegar væru ekki boðnir velkomnir heim á íslensku við komuna til landsins.
Bogi segir við Morgunblaðið að breytingin, að farþegar séu ávarpaðir á ensku, hafi verið gerð vegna þess að meirihluta farþega skilja ekki íslensku. En Lilja var ekki sú eina sem kvartaði, að sögn Boga, því íslenskir farþegar létu einnig í sér heyra og létu vita að þeir vildu vera boðnir velkomnir heim á íslensku.