Icelandair er aftur farið að á­varpa far­þega fyrst á ís­lensku og bjóða þá vel­komna heim þegar vélar fé­lagsins lenda hér á landi. Fyrir nokkrum árum var sú breyting gerð að að til­kynningar í kall­kerfum vélanna fóru fram fyrst á ensku og svo á ís­lensku en þessu hefur nú verið breytt til fyrra horfs.

Morgun­blaðið greinir frá þessu í dag.

Lilja Dögg Al­freðs­dóttir, menningar- og ferða­mála­ráð­herra, átti fund með Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelandair, þar sem hún lýsti ó­á­nægju sinni með það að far­þegar væru ekki boðnir vel­komnir heim á ís­lensku við komuna til landsins.

Bogi segir við Morgun­blaðið að breytingin, að far­þegar séu á­varpaðir á ensku, hafi verið gerð vegna þess að meiri­hluta far­þega skilja ekki ís­lensku. En Lilja var ekki sú eina sem kvartaði, að sögn Boga, því ís­lenskir far­þegar létu einnig í sér heyra og létu vita að þeir vildu vera boðnir vel­komnir heim á ís­lensku.