Ís­lenskur maður sem leitað hefur verið í Sví­þjóð síðan 25. septem­ber fannst látinn í sjónum í Köpings­vik á Öland skömmu fyrir há­degi.

Að sögn Ölands­bladet fannst hann ná­lægt þeim stað þar sem hann týndist eftir slys á sæþotu. Að­stand­endur hans hafa verið látnir vita af fundinum.

Maðurinn, sem er á fimm­tugs­aldri, féll af sæþotu um tvö hundruð metra frá landi og til­kynnti sjónar­vottur, sem stóð á bryggju, um hvarfið. Að sögn sjónar­vottsins var maðurinn í blaut­búningi, en ekki björgunar­vesti.

Nokkrir vinir og vanda­menn mannsins héldu til Sví­þjóðar til að að­stoða við leitina að manninum. Notast var við báta, þyrlur og kafara við leitina.

Að sögn lög­reglu liggur enginn grunur á að nokkuð glæp­sam­legt hafi átt sér stað en krufning verður fram­kvæmd að venju til að úr­skurða um dánar­or­sök.

Fréttin verður upp­færð.