Þrjár ís­lenskar konur eru slasaðar eftir að pálma­tré féll á þær þar sem þær voru úti að borða í bænum San Miguel de Abona á Tenerife síðdegis í gær að staðartíma.

Fimm voru í hópnum að því er fram kemur í um­fjöllun spænska fjöl­miðilsins Diario de Avisos. Þar kemur fram að ein kvennanna sé al­var­lega slösuð en hinar minna, en að allar hafi þær verið fluttar á spítala.

Sveinn H. Guð­mars­son, upp­lýsinga­full­trúi utan­ríkis­ráðu­neytisins, stað­festir við Vísi að þrjár ís­lenskar konur hafi slasast á Tenerife. Hingað til hafi ekki verið óskað eftir að­stoð borgara­þjónustunnar vegna málsins.