Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, kallaði á þingi í dag eftir því að bæði fjár­mála- og fé­lags­mála­ráð­herra upp­lýsi þingið og al­menning um hve­nær verði komið til móts við hundruð líf­eyris­þega sem hafa orðið fyrir skerðingum og eru jafn­vel í skuld við Trygginga­stofnun eftir að hafa tekið úr sér­eignar­sparnað í heims­far­aldri. Heimild var gefin til að taka úr sparnaðinn í Co­vid og áttu engar skerðingar að fylgja út­tektinni.

Jóhann Páll benti á þingi í dag á að rúmir tveir mánuðir eru frá því að hann lagði fram fyrir­spurn um málið á þingi en að enn bóli ekkert á svörum.

„Fé­lags­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra verða að upp­lýsa Al­þingi og al­menning um alla þætti þessa máls, og það sem mestu skiptir, leið­rétta þetta, bæta fólkinu upp tjónið. Ís­lenska ríkið á að skila þessum peningum strax,“ sagði Jóhann Páll á þingi í dag.

Búa enn við skerðingar

Fjallað var ítar­lega um málið í Frétta­blaðinu ný­verið og rætt við þrjá líf­eyris­þega sem enn búa við skerðingar og skuld við Trygginga­­stofnun nærri tveimur árum eftir út­­tekt, þrátt fyrir að skýrt væri tekið fram í lögum að út­­tektin ætti ekki að leiða til skerðinga. Á­­stæða skerðingarinnar er ýmist sú að út­­tektin var vit­­laust skráð hjá vörslu­­aðilum sem út­­tekt vegna ör­orku, að ekki voru til rétt um­sóknar­eyðu­blöð fyrir út­­tektina hjá vörslu­­aðila, eða að um­­­sóknar­eyðu­blaðið var ekki þannig hannað að líf­eyris­þeginn gæti komið því á fram­­færi að um slíka út­­tekt væri að ræða.

Ólafur Páll Gunnars­son, fram­kvæmda­stjóri Ís­lenska líf­eyris­sjóðsins hjá Lands­bankanum, sagði í annari frétt að mis­tök hafi verið gerð í út­færslu laga um sér­staka út­tekt sér­eignar­sparnaðar sem heimiluð var í heims­far­aldri Co­vid og að lögin sjálf upp­fylli ekki, að hans mati, lág­marks­kröfur um skýr­leika, jafn­ræði og rétt­læti.