Íslensk kona sem var stungin af fyrrverandi eiginmanni sínum, sem einnig er Íslendingur, í Noregi þann 19. janúar á þessu ári er komin til meðvitundar. RÚV greinir frá þessu, en þar kemur fram að lögregla hafi tekist að ræða við konuna en ekki tekist að taka formlega skýrslu af henni.

Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn sem var framin á McDonalds-veitingastað í Karmøy í Noregi. Honum hafði verið gert að að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni.

Þá hefur verið greint frá því að nágrannar fólksins segi að maðurinn hafi ítrekað beitt konuna ofbeldi og reynt að brenna hana og son þeirra inni á heimili þeirra í Haugasundi í fyrra.

RÚV hefur eftir saksóknara hjá lögregluembættinu í Stavanger að hann hafi verið yfirheyrður nokkrum sinnum og þá hafi fjöldi vitna verið yfirheyrð.