Íslenska kokkalandsliðið endaði í þriðja sæti á Ólympíuleikum matreiðslumeistara sem fóru fram í Stuttgart í Þýskalandi dagana 14. til 19. febrúar. Liðið vann til gullverðlauna í báðum keppnisgreinum sínum á mótinu, en liðið keppti annars vegar í „Chef‘s Table“ og hins vegar „Hot Kitchen,“

„Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!!!!“ segir í færslu liðsins á Facebook en íslenska kokkalandsliðið hefur aldrei endað ofar en í níunda sæti.

Stífar æfingar verið hjá liðinu síðustu átta mánuði en hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýska­lands fyrir Ólympíuleikana. Liðið hefur unnið til fjöl­margra verð­launa á hinum ýmsu mótum og er það af mörgum talið eitt fremsta kokka­lands­lið heims.

Sigur­jón Bragi Braga­son er þjálfari liðsins en auk hans eru það Björn Bragi Braga­son, Fann­ey Dóra Sigur­jóns­dóttir, Kristinn Gísli Jóns­son, Snorri Victor Gylfa­son, Sindri Guð­brandur Sigurðs­son, Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dóttir, Ísak Darri Þor­steins­son, Jakob Zarioh Sifjar­son Bald­vins­son, Ísak Aron Ernu­son og Chidapha Kru­asaeng sem eru í liðinu. Þá fóru níu aðstoðarmenn út með liðinu.