Innlent

„Ís­lenska hetjan“ fór maraþonið ekki með lest

Lestarferð íslenska hlauparans Ívars Trausta Jósafatssonar í árlegu maraþoni í New York borg hefur vakið nokkra athygli bandarískra fjölmiðla og ríkir misskilningur um hvort hann hafi klárað hlaupið eða ekki.

Ívar Trausti hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að maraþonhlaupum. Fréttablaðið/Skjáskot/Getty

Lestarferð íslenska hlauparans Ívars Trausta Jósafatssonar í árlegu maraþoni í New York borg hefur vakið nokkra athygli bandarískra fjölmiðla en nokkurs misskilnings gætir um hvort Ívar hafi klárað hlaupið og gert er nokkuð góðlátlegt grín að Ívari sem er meðal annars hampað sem hetju fyrir að hafa tekið neðanjarðarlest í miðju hlaupi.

Í fyrirsögn bandaríska vefmiðilsins The Daily Caller er því slegið upp að „íslensk hetja taki neðanjarðarlestina til þess að klára New York maraþonið.“ Í fréttinni kemur fram að það skipti ekki mál hver sannleikurinn í máli Ívars sé, hann sé hetja fyrir að hafa hætt að hlaupa, því það sé svo hræðileg lífsreynsla að hlaupa maraþon. 

Þá er einnig greint frá hlaupi Ívars á vefsíðunni Marathon Investigation, en ekki í eins gamansömum tón. Virðist sú síða sérhæfa sig í að uppljóstra um svindlara í maraþonhlaupum. Þar er gert að því skóna að Ívar hafi klárað hlaupið og tekið við verðlaunum þrátt fyrir að hafa hoppað upp í lest. 

Umrædd mynd sem birt er af Ívari í lestinni.

Þetta er þó ekki á rökum reist eins og fram kemur í samtali Fréttablaðsins við Ívar, sem er reynslumikill hlaupagarpur en þetta er í þriðja sinn sem Ívar tekur þátt í hlaupinu. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir þeirri athygli sem málið hefur vakið þegar Fréttablaðið heyrði í honum og fannst málið nokkuð skondið þó svo honum líki það ekkert sérlega vel að það sé ýjað að því að hann hafi raunverulega svindlað.

„Ég tognaði og varð því að hætta hlaupi og ákvað því að taka neðanjarðarlestina í rúman klukkutíma á áfangastað. Mér finnst alveg frábært að þetta hafi vakið athygli því þegar ég var í lestinni þá leið mér eins og ég væri að svindla.

Þess vegna gantaðist ég með þetta við fólkið í lestinni, því mér fannst svo leiðinlegt að geta ekki haldið áfram og sagði þeim að taka myndir af svindlaranum. Ég náttúrulega fór ekkert í mark, heldur fór ég á endapunkt hlaupsins til þess að ná í dótið mitt og sagði skipuleggjendum hlaupsins að ég hefði ekki klárað, en þetta er mjög fyndið fyrir utan það.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Innlent

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Innlent

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

Auglýsing

Nýjast

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Icelandair varar far­þega við verk­föllum

Fimm um borð í leku skipi: Mikill viðbúnaður

Auglýsing