Al­þingis­menn sam­þykktu í gær­kvöldifrum­varp um breytingar á lögum um helgi­daga­frið og voru með sam­þykkt laganna felld úr gildi bönn við alls­kyns skemmtunum á helgi­dögum líkt og happ­drætti, dans­leikjum, einka­sam­kvæmum og bingó á opin­berum veitinga­stöðum. Þar með voru felld úr gildi greinar 4., 5., 6. og. 8 um helgi­daga­frið frá 1997.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá lagði Sig­ríður Á. Ander­sen fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra og þing­kona Sjálf­stæðis­flokksins fram drög að frum­varpinu í októ­ber síðast­liðnum. Við það til­efni lagði hún á­herslu á að ekki væri verið að fella helgi­daga niður heldur að­eins fella úr gildi bann við til­tekinni starf­semi á slíkum dögum.

Ekki þarf að leita lengra en til síðustu páska­há­tíðar þegar lögunum sem nú hafa verið felld úr gildi var fylgt eftir af lög­reglunni, sem minnti á að skemmtanir, líkt og dans­leikir eða einka­sam­kvæmi á opin­berum veitinga­stöðum væru bannaðaðr á til­teknum tíma á „bæna­dögum og um páskana.“

„Ég lagði á það á­herslu í fram­sögu­ræðu minni að með frum­varpinu væri ekki stefnt að því að draga úr vægi helgi­daga­friðs. Um­ræddir dagar eru hluti af okkar kristnu arf­leifð og þess er sjálf­sagt að minnast er þeir renna upp. Það verður hins vegar hver að fá að gera með sínu lagi.

Sá friður sem æski­legt er að ríki þessa daga sem aðra er einkum innri friður hvers og eins okkar. Sú ró verður ekki fengin með lögum,“ ritar Sig­ríður á Face­book síðu sinni í til­efni af gildis­töku laganna.

„Laga­frum­varp mitt um breytingar á lögum um helgi­daga­frið var sam­þykkt á Al­þingi síð­degis í dag. Þar með hefur verið hrundið úr vegi síðustu hindrunum við að veita og njóta þjónustu á til­greindum helgi­dögum þjóð­kirkjunnar.“