Borg­ar­a­þjón­ust­a ut­an­rík­is­ráð­u­neyt­is­ins og send­i­ráð Ís­lands í Stokk­hólm­i hafa und­an­farn­a daga ver­ið fjöl­skyld­u manns sem sakn­að er í Sví­þjóð inn­an hand­ar. Maðurinn féll af sæþ­ot­u und­an strönd sænsk­u borg­ar­inn­ar Borg­holm á Öland í Sví­þjóð seinn­i part á laug­ar­dag og ekkert hefur spurst til hans síðan.

Í svar­i til Frétt­a­blaðs­ins um að­kom­u borg­ar­a­þjón­ust­unn­ar að leit­inn­i kem­ur fram að þau hafi afl­að upp­lýs­ing­a frá sænsk­um stjórn­völd­um um gang leit­ar­inn­ar sem og um al­mennt ferl­i sem við­haft er í slík­um að­stæð­um í Sví­þjóð.

Þá hafa borg­ar­a­þjón­ust­an og send­i­ráð­ið haft mill­i­göng­u um að koma sjón­ar­mið­um og ósk­um fjöl­skyld­unn­ar á fram­fær­i við rétt­a að­il­a og kann­a þá mög­u­leik­a til frek­ar­i leit­ar sem til stað­ar eru.

Enn við leit

Í gær var á vef Frétt­a­blaðs­ins rætt við frænd­a manns­ins, Víði Víðisson, sem stadd­ur er í Sví­þjóð við leit að mann­in­um en fjöl­skyld­an hef­ur haf­ið söfn­un til að geta hald­ið leit­inn­i á­fram. Hann furðaði sig á lítilli aðkomu sænskra yfirvalda að leitinni.

Víðir er enn við leit í dag og fór í morgun í fimm klukkustunda þyrluflug yfir strandlengjunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Víðir að leitin hafi ekki enn skilað árangri en þau halda áfram í dag. Hann á von á fleira fólki í kvöld auk þess sem þau fá þá fleiri dróna til að nota við leitina.

„Við náðum í fluginu að skoða mjög stórt svæði og mikið af eyjum úti á miðjum sjó.“