Ind­versk stjórn­völd hafa þegið boð ís­lenskra stjórn­valda um að senda sau­tján öndunar­vélar til berjast gegn al­var­legri stöðu CO­VID-19 far­aldursins þar í landi.

Um er að ræða gjöf frá Land­spítalanum og verða öndunar­vélarnar fluttar á næstu dögum á vegum al­manna­varna Evrópu­sam­bandsins með milli­göngu heil­brigðis­ráðu­neytisins og utan­ríkis­ráðu­neytisins. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnar­ráðsins.

Mjög al­var­leg staða hefur verið í Ind­landi vegna CO­VID-19 undan­farnar vikur og er það von ís­lenskra stjórn­valda að öndunar­vélarnar muni nýtast í bar­áttunni við far­aldurinn.

Öndunar­vélarnar voru hluti af gjöf sem Land­spítali fékk í fyrra frá vel­vildar­fólki spítalans en er ekki er talin þörf fyrir vélarnar á Ís­landi lengur. Land­spítali heldur þó eftir þeim vélum sem talið er nauð­syn­legt til að tryggja öryggi hér á landi.

4187 dauðs­föll síðasta sólar­hringinn

Í dag til­kynnti ind­verska heil­brigðis­ráðu­neytið um met­fjölda dauðs­falla þar í landi en síðast­liðinn sólar­hring hafa í það minnsta 4187 látist vegna veirunnar. Heildar­fjöldi dauðs­falla í Ind­landi er nú rúm­lega 240.000 manns og á­ætlað er að um 1 milljón manns muni látast vegna CO­VID-19 fyrir ágúst­lok.

Í dag jókst fjöldi smitaðra um 401.078 manns en sam­kvæmt töl­fræði­vefnum Worldo­meter hafa tæp­lega 22.2 milljónir manns fengið sjúk­dóminn í Ind­landi. Sér­fræðingar segja þó að raun­veru­legur fjöldi smita og dauðs­falla sé lík­lega mun hærri en opin­berar tölur greina frá.