Ís­lensk stjórn­völd funda með for­svars­fólki lyfja­fyrir­tækisins Pfizer í dag um mögu­leikann á því að fram­kvæma hjarðó­næmis­til­raun hér á landi. Greint er frá þessu í Morgun­blaðinu í dag.

Við­ræður hafa staðið um nokkra hríð og háar sögu­sagnir gengið að samningurinn sé í höfn, en Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, hefur aldrei viljað stað­festa þær.

Í Morgun­blaðinu í dag segir að endan­legrar niður­stöðu sé að vænta eftir fundinn, sem er síð­degis í dag.

Eins og greint hefur verið frá áður þá er hægt að bólu­setja mörg þúsund manns hér í einu. Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins hefur sagt að þau gætu bólu­sett allt að 70 þúsund manns á einum degi. Ný­verið var sett upp bólu­setningar­stöð í Laugar­dals­höll þar sem hægt er að bólu­setja mörg þúsund manns á hverjum degi.

Í Morgun­blaðinu segir að, ef að samningnum verði, þá verði hægt að setja upp fleiri slíkar stöðvar í fleiri í­þrótta­húsum um allt land.