Ís­lensk kona hefur kært karl­mann á fimm­tugs­aldri fyrir að upp­lýsa sig ekki um að hann væri smitaður af HIV áður en þau sváfu saman, í þrí­gang. Greint er frá málinu í nýjasta tölu­blaði Stundarinnar en þar kemur fram að maðurinn hafi ekki verið að taka lyf til að halda veirunni niðri og að hann hafi ekki upp­lýst hana um sína stöðu. Konan kærði manninn til lög­reglunnar og málið hefur verið hjá á­kæru­sviði lög­reglunnar og bíður þar af­greiðslu.

Hulda Elsa Björg­vins­dóttir, sviðs­stjóri á­kæru­sviðs Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, stað­festir það við Stundina og segir að biðin skýrist af miklu á­lagi á á­kæru­sviði og að annars konar mál séu í for­gangi. Hún á samt von á því að málið verði fljót­lega tekið til af­greiðslu.

Í við­tali við Stundina segir konan ítar­lega frá því hvernig þau kynntust og hvernig hún komst að því að hann væri smitaður í gegnum þriðja aðila. Þar kemur fram að maðurinn hefur beðið hana af­sökunar

Konan segir að hún stígi fram til að stöðva manninn og koma í veg fyrir að önnur kona lendi í því sama.

Frétt Stundarinnar er hægt að lesa hér.