Ís­lensk kona í Noregi er al­var­lega særð eftir að fyrr­verandi eigin­maður hennar, sem er einnig ís­lenskur, réðst á hana með hníf á McDonalds veitingastað í gær. Rúv greindi fyrst frá.

Maðurinn var hand­tekinn við heimili sitt í gær og hann hefur játað á sig verknaðinn. Hann verður færður fyrir dómara í há­deginu í dag.

Konan liggur á spítala með al­var­lega á­verka. Lögreglan hefur ekki enn náð að yfirheyra konuna.

Sam­kvæmt heimildum Rúv var konan með nálgunar­bann á manninn, en hann lagði eld að heimili hennar í haust, á meðan hún var inni.

Fólkið er á sjö­tugs­aldri og hefur lengi búið í Noregi. Þau höfðu verið gift í um fjöru­tíu ár og eiga saman börn á full­orðins­aldri.