Sigurður Aðal­geirs­son, Hólm­fríður Guð­munds­dóttir og dætur þeirra tvær, sem eru fjögurra og sex ára gamlar, misstu allar eigur sínar í bruna að­fara­nótt föstu­dags þegar það kviknaði í heimili þeirra í Halling­by í Noregi. Fjöl­skylda þeirra á Ís­landi hefur nú stofnað söfnunar­síðu til að styðja við bakið á þeim og að­stoða þau að taka fyrstu skrefin út í lífið aftur.

„Mikil mildi var að þau komust öll út heil á húfi, á nær­fötunum einum saman, sem er fyrir mestu og erum við öll mjög þakk­lát fyrir það,“ segja for­eldrar Sigurðar og fleiri á Styrktar­síðu Sigga, Hó­fýjar og dætra.

Hús fjölskyldunnar var alelda þegar þau sluppu út.
Mynd/Facebook

Bjuggu í sveitasælunni með hænunum

Fjöl­skyldan flutti til Halling­by sumarið 2015 og hefur búið það síðan. „Þar voru þau búin að koma sér fyrir á fal­legum stað uppí sveit með silki­hænunum sínum. Það er mjög erfitt að vera svona langt í burtu við svona að­stæður og er hugur okkar hjá þeim.“ Ljóst er að hús fjöl­skyldunnar brann til kaldra kola á­samt eigum þeirra.

Stór­fjöl­skyldan hrundi því af stað söfnun og geta á­huga­samir lagt frjáls fram­lög inn á reikning í nafni Sigurðar.

Banki: 0140-26-1144
Kt: 030787-2939

Fjölskyldan hafði komið sér vel fyrir í sveitasælunni i Noregi.
Mynd/Facebook