Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, fé­lags fanga, segir ís­lensk fangelsi vera mun lakari en sam­bæri­legir staðir á hinum Norður­löndunum, en bæði Danir og Norð­menn, en þó sér­stak­lega Finnar hafi tekið for­ystu í endur­hæfingu fanga og leiði fag­mennsku á sviði raun­veru­legrar betrunar­vistar með að­stoð fé­lags­ráð­gjafa, sál­fræðinga og geð­lækna, svo hvatningar til náms sem sé niður­greitt, ó­líkt því sem þekkist á Ís­landi.

Guð­mundur Ingi er gestur Sig­mundar Ernis í nýjasta þætti Manna­máls og leggur þar öll spilin á borðið eftir að hafa verið dæmdur tvisvar sinnum í tólf ára fangelsi fyrir fíkni­efna­smygl á milli landa í Evrópu.

Hann segir fangelsis­mála­yfir­völd á Ís­landi öll af vilja gerð – og fanga­verðir starfi að heilindum, en allt starfs­fólk fangelsanna hér á landi líði fyrir stefnu­leysi hins opin­bera í mála­flokknum, svo og fjár­svelti, en stöðug hag­ræðingar­krafa sé á rekstur fangelsa hér á landi.

Verst af öllu sé að fangar njóti lítillar sem engrar þjónustu innan veggja fangelsanna – og í raun séu þau enn þá bara geymslu­staður sem skili á­fram ör­vingluðum mönnum út í sam­fé­lagið á nýja­leik. Og þeir séu ekki að­eins and­lega niður­brotnir heldur líka fjár­hags­lega.

Og Guð­mundur Ingi þekkir þetta af eigin raun, en hann hefur bæði af­plánað dóma sína á Ís­landi og í Dan­mörku. Á síðar­nefnda staðnum taki fé­lags­ráð­gjafi á móti föngum og fyrsta spurning þeirra sé hvort við­komandi maður beri fjár­hags­legar skyldur – og ef svo er, eru lánin fryst á meðan á refsi­vistinni stendur, svo sem hús­næðis­lán.

Heima á Ís­landi sé þessu akkúrat öðru­vísi farið, skuldirnar safnist bara upp á meðan menn taka út sinn dóm – og þegar frelsið blasi við taki við kvíð­væn­legur tími skulda­súpunnar sem hafi safnast upp allan refsi­tímann. Það sé á­vísun á erfið­leika og annað niður­brot.

Hér má sjá brot úr við­tali Sig­mundar Ernis við Guð­mund Inga í Manna­máli á Hring­braut.