Sýna­tökur Ís­lenskrar Erfða­greiningar í Turninum í Kópa­vogi halda á­fram næstu daga og hefur verið opnað fyrir bókanir hjá þeim sem áttu tíma sem var frestað í síðustu viku. Ekki verður þó opnað fyrir ný­bókanir fyrr en fleiri sýna­tökupinnar berast til landsins.

„Það er enn ó­vissa varðandi sýna­tökupinna en við erum að krossa fingur um að sending berist næstu daga,“ segir Þóra Kristín Ás­­geirs­dóttir, upp­­­lýsinga­full­­trúi Ís­lenskrar Erfða­greiningar, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Vonir eru bundnar við að sending sýnis­tökupinna berist frá Kína en hún er væntan­leg á næstu dögum ef ekkert kemur upp á.

Tekin hafa verið yfir 5000 sýni í Turninum.
Mynd/Íslensk erfðagreining

Tak­markað magn á lager

Enn eru ein­hverjir pinnar til á lager, en í mjög tak­mörkuðu magni, og fara því sýna­tökur á­fram fram en nú í mun minni mæli. „Við erum með nóg til að halda á­fram sýna­tökum sem eru bókaðar,“ sagði Þóra sem gat ekki upp­lýst hversu margir pinnar væru til.

Heims­­skortur er nú á sýnis­tökupinnum og ó­­víst hve­­nær næsta sending berst til landsins. Ís­lensk yfir­völd áttu að­eins 2000 pinna fyrir helgi og varaði sótt­varna­læknir við að sýna­taka myndi skerðast eftir því sem gengið yrði á birgðirnar.