Guð­mundur Freyr Magnús­son, sem á­kærður er fyrir að myrða sam­býlis­mann móður sinnar á Spáni, hefur einnig verið á­kærður fyrir að gera til­raun til að ráða móður sinni bana. Sam­kvæmt frétta­til­kynningu lög­reglunnar í Ali­cante er Guð­mundur þar að auki á­kærður fyrir al­var­legar hótanir.

At­vikið átti sér stað í Los Balcones hverfinu á Tor­revi­eja síðast­liðinn sunnu­dag. Að sögn móður Guð­mundar, Kristínar Guð­munds­dóttur, réðist sonur hennar inn í í­búðina sturlaður af fíkni­efna­neyslu og myrti sam­býlis­mann hennar.

Stakk manninn í­trekað með hníf

„Hann tók 14 kílóa gas­kút og grýtti honum af slíku afli að glerið splundraðist. Hann kom æðandi inn með hnífinn í áttina að okkur og minnstu munaði að ég yrði á milli. Hann stakk síðan sam­býlis­mann minn í­trekað með vopninu,“ sagði Kristín í við­tali við Frétta­blaðið á dögunum.

Hún segir son sin hafa verið í neyslu í mörg ár. „Í slíku á­standi er sonur minn ó­þekkjan­legur og eitrið kallar fram illskuna.“

Kristín er eina vitnið af glæpnum og segir lög­reglan í Ali­cante að vitnis­burður hennar sé mikil­vægur fyrir rann­sókn málsins. Kristín hefur verið sam­starfs­fús frá byrjun og þrátt fyrir að sorgin liggi þungt á henni vill hún að­stoða lög­reglu eftir fremstu getu.